Home Ashutosh Muni
Ashutosh Muni

Bapuji (hinn ástkæri faðir).

Ashutosh Muni er fæddur í Gujarat héraði á Indlandi 1953.

Hann var ungur þegar hann hitti fyrst meistara sinn og guru, Swami Kripalau, því móðir hans var nemandi Kripalau og fór alltaf með son sinn á hans fund.

Þegar Ashutosh Muni var aðeins 7 ára var hann sendur í skóla á vegum hersins og kom heim aðeins einn mánuð á ári til að hitta fjölskyldu sína.  Ætið þegar hann kom heim hitti hann einnig Swami Kripalau með móður sinni.  Að loknu námi í herskólanum var hann reiðubúinn til að gerast flugmaður en að beiðni meistara síns og foreldra fór hann í læknanám í Vadodara (Baroda). Þar lauk hann námi í læknisfæði, sálfræði og Ayurveda lækningum.  Hann heimsótti meistaran, hans hjarfólgna kennara og guru um hverja helgi þau sjö ár sem námið stóð yfir.

 Ashutosh Muni dvaldi í tvö ár á Indlandi eftir læknanámið og þjálfaði marga jógakennara.  Swami Kripalau dvaldi þá í Bandaríkjunum og sendi svo eftir Ashutosh Muni til að undirbúa hann fyrir sanyasa vígslu sem tók um 15 mánuði.  Ashutosh Muni vígðist sem sanyasi (munkur) 14. janúar 1981.

Swami Kripalau gaf Ashutosh Muni allan sinn andlega auð og blessaði hann þegar hann kvaddi þennan heim og fór á vit skapara síns.  Þá dró Ashutosh Muni sig í einangrun og dvaldi við djúpa iðkun í 25 ár eða þar til í desember 2005.  Þá hóf hann að miðla þekkingu sinni og snerta hjörtu nemenda sinna, umbreyta lífi þeirra og hjálpa þeim að öðlast vitundarvakningu með allri þeirri blessun sem því fylgir.

Ashutosh Muni býr yfir djúpum kærleika gagnvart mannkyninu sem kemur skýrt fram í kennslu hans ásamt kímnigáfu, ástríki, þolinmæði og einlægni.  Hann geislar af visku, kærleika og heldur þeirri orku sem flæðir á hinni jógísku leið.

Allt sem Ashutosh Muni kennir fellur undir Sanatan Dahrma sem er leið allra trúarbragða og heimspekikerfa.